tisa: ditten og datten

föstudagur, maí 05, 2006

ditten og datten

Ég var í prófi áðan. Nú á ég bara öll hin eftir. Svo fer ég á ball. Ballið verður í Versölum. Þangað fór ég á árshátíð Seljaskóla. Ég var einu sinni í Seljaskóla. Þá fannst mér ógeðslega gaman að labba eftir grindverkum. Mér fannst líka gaman að skríða undir þau. Samt aðallega þegar það var snjór. Síðan hætti ég þessu bara. Varð of cool eða eitthvað.

Svo er Eurovision. Og hitt Eurovision. Sylvía Nótt er fífl. Og líka smá pirrandi.

Síðan á ég afmæli. Þá verð ég 17 ára. 17 er fín tala. Ég mun senda gjafalista á ykkur öll.
Ég ætla líka að fá köku. Og helst kerti. Og fara í leiki. Í grænni lautu eða eitthvað. Ég ætla líka að kaupa boðskort. Svo kaupi ég Turtles pappírsdúk og diska. Eða Gosa. Ég er ekki búin að ákveða.

Klippingin mín er farin. Eða hún breyttist. Eða eitthvað. Hárið mitt varð líka allt í einu miklu ljósara. Ég held að það tengist því eitthvað að ég fór í sund. Þá fékk ég hælsæri og það leið næstum yfir mig. En það var ekki út af hælsærinu held ég.

Það er komið drasl í herbergið mitt aftur. Og einhver lykt. Vill einhver taka til? Ég skal borga. Samt í Sun Lollyium ef það er í lagi.

Mamma er passa strák sem heitir Alexander. Alexander slefaði framan í Magga. Það var ekkert lítið heldur. Skondið atvik. Samt meira svona "had to be there" móment.

Ég er í fýlu út í vinnuna mína. Vildi að ég hefði efni á að hætta.

Ég ætlaði að fara að læra áðan. En ég gleymdi að kaupa lærdómsnammi. Þá get ég ekki lært. Lærdómsnammi er mjög mikilvægt til að læra. Alveg eins og Skittles er mjög mikilvægt í GTA bílaleiknum. Þarna þessi númer eitt. Þar sem maður horfir niður á bílana. Þá notar maður Skittles. Þær virka sem stresspillur. Eða gerðu það í huga okkar Estherar. Ég varð að minnsta kosti nett stressuð í þessum leik. Af því ég var sko líka að borða Skittles. Æi Esther skilur mig.

Ég er búin að gleyma hvað kúpling er. Það kemur sér frekar illa í ökunámi. Þetta reddast samt. Það tekur örugglega enginn eftir því. Og gírstöng. PUH. Það er nú bara til flækja hlutina.

Mig langar ótrúlega til útlanda. Einhver memm? Eða kannski ætti ég að fara hringinn í sumar. Já ef til vill. Sjá hvað tilvonandi bíllinn minn getur gert. Ég þarf að fá enhvern með mér þá sem kann að skipta um dekk. Og setja svona neyðarþríhyrning upp. Vesen. Ég held mig við útlönd. Þarf einhvern memm sem er til í að vera burðardýr. Samt ekkert fyrir fíkniefni sko. Bara svona föt og skó. Ég býð Sun Lolly fyrir.

America's Next Top Model er byrjað aftur. Það gleður hjarta mitt. Gelgjan í mér brýst út. Annars horfi ég bara á menningalega þætti. Sex in the City til dæmis. Og One Tree Hill. Ég er að spá í að gerast 12 ára aftur. Það færi mér betur. Ég meina konan í sundi hélt að ég væri í 10.bekk. Hún var bitur út í lífið.

Ég ætla að fá mér kleinu. Eða kex. Er ekki alveg ákveðin í því. Síðan fer ég kannski bara út í búð. Þarf að kaupa Sun Lolly held ég.


Tinna - Leti er lífstíll


tisa at 14:58

5 comments